Sjávarútvegsskóli Síldarvinnslunnar, sem starfræktur var fyrir ungmenni á síðasta sumri, þótti heppnast það vel að í ár var tekin ákvörðun um að færa út kvíar skólastarfsins. Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja og Loðnuvinnslan komu til liðs við Síldarvinnsluna og Vinnuskóli Fjarðabyggðar og Austurbrú einnig. Ákveðið var að efna til skólahalds í allri Fjarðabyggð fyrir nemendur sem fæddir eru árið 2000 og í samræmi við það var heiti skólans breytt í Sjávarútvegsskóla Fjarðabyggðar.
Meginmarkmiðið með skólahaldinu er að gefa nemendum kost á að fræðast um fiskveiðar og fiskvinnslu. Skólinn mun starfa í þrjár vikur í sumar og fer kennsla fram á þremur stöðum; Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Skólastarfið hefur þegar verið auglýst og mun skólinn starfa í eina viku á hverjum stað.
Sjá nánar frétt á vef Síldarvinnslunnar.