Í dag munu 22 nemar frá 14 löndum útskrifast frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Þetta er 16. árgangur skólans.
Nemarnir koma frá Afríku (14), eyríkjum í Karíbahafinu (2), við Indlandshaf (1), og Asíu (5). Þessu sinni eru 7 konur í hópnum, en að meðaltali er þátttaka kvenna tæp 40%. Frá því að Sjávarútvegsskólinn tók til starfa árið 1998 hafa þá alls lokið sex mánaða námi 286 einstaklingar frá 48 löndum.
Skólinn er rekinn af Hafrannsóknastofnun, í nánu samstarfi við Matís, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum, en auk þeirra koma fjöldi annara stofnana og fyrirtækja að starfseminni með einum eða öðrum hætti.
Sjá nánar á vef Hafró.