Með vísan í fréttir af því að Arion banki hafi nýlega eignast um þriðjungs hlut í HB Granda hf. hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið farið þess á leit að efnahags- og viðskiptaráðuneytið kanni hvort þetta samræmist ákvæðum laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi.
Minnt er á að ráðuneytið hafi sent sams konar erindi í fyrra vegna málefna Storms Seafood.
Sem kunnugt er mega erlendir aðilar ekki eiga nema fjórðung í íslenskum útgerðum. Það hefur verið túlkað á þann veg að óbein eign megi ekki vera meiri en 49%. Arion banki er að stærstum hluta í eigu erlendra kröfuhafa.