Sjávarútvegsráðuneytið hefur auglýst leyfi til hrefnuveiða á komandi sumri gegn ákveðnum skilyrðum. Frestur til að skila inn umsóknum er til 10. apríl n.k. Alls voru 60 hrefnur veiddar á síðasta ári, þar af 50 á vegum Hrefnuveiðimanna ehf. og 10 á vegum Útgerðarfélagsins Fjarðar ehf.

Skilyrði fyrir veitingu leyfa til hrefnuveiða eru eftirfarandi:

Að minnsta kosti einn úr áhöfn hafi reynslu af hrefnuveiðum. Við mat á því hvort aðili hafi reynslu af hrefnuveiðum er sú krafa gerð að aðili hafi a.m.k. verið samfellt í þrjá mánuði skytta á hrefnuveiðibát. Heimilt er Fiskistofu að meta jafngilda annarskonar reynslu eða þekkingu svo að hún fullnægi áskilnaði.

Skyttur sem annast veiðar og aflífun dýra skulu hafa sótt viðurkennt námskeið í meðferð skutulbyssa og sprengiskutla og í aflífunaraðferðum við hvalveiðar. Auk þessa skal skytta hafa fullnægjandi skotvopnaleyfi.

Þá er kveðið á um veiðiaðferðir og veiðibúnað sem skip sem ætluð eru til hrefnuveiða.