Í tilkynningu frá skipuleggjendum ráðstefnunnar segir: Vegna aukinna covid smita í samfélaginu hefur stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar ákveðið að sýna ábyrgð og fresta ráðstefnunni sem halda átti 11.-12. nóvember nk. til janúar 2022. Haft var samband við fjölmarga aðila sem tengjast ráðstefnunni varðandi ákvörðunartöku.
Nákvæm dagsetning verður auglýst í næstu viku.