Í frétt frá ráðstefnuhöldurum segir að í ljósi aðstæðna og takmarkana á samkomuhaldi vegna útbreiðslu Covid-19 hafi stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar tekið þessa ákvörðun.

Eins segir að skoðaður verður sá möguleika að halda ráðstefnuna strax dagana 18. – 19. febrúar 2021. Fylgst verður með framvindu Covid-19 og ákvörðun muni liggja fyrir í síðasta lagi í desember. Ef það gengur ekki eftir þá verður ráðstefnan haldin 11. – 12. nóvember 2021.