Bjørnar Skjæran, sjávarútvegsráðherra Noregs, var í morgun skipt út fyrir Cecilie Myrseth.
Er þessi ráðstöfun hluti af hrókeringum Jonas Gahr Støre forsætisráðherra í kjölfar verstu útkomu flokks hans, Verkamannaflokksins, í sveitarstjórnarkosningum í 99 ár.
Sex öðrum ráðherrum var einnig skipt út fyrir nýja. Meðal þeirra má nefna umhverfis- og loftslagsráðherrann Espen Barth Eide sem víkur fyrir Andreas Bjelland Eriksen.
Fram kemur í norskum fjölmiðlum að Skjæran hafi verið andvígur því að yfirgefa ráðherrastólinn þar sem hann hafi viljað fylgja eftir ýmsum málum sem eru í vinnslu.
Alls er tuttugu ráðherrar í ríkisstjórn Noregs og var því verið að skipta út þriðjungi ráðherraliðsins. Nánar má lesa um ráðherraskiptin á vef Norska ríkisútvarpsins.