Ellefu sjávarútvegsfyrirtæki eru meðal þeirra 40 lögaðila sem greiða hæst opinber gjöld. Kemur þetta fram á lista Ríkisskattstjóra yfir álagningu opinberra vegna álagningarársins 2013.

Þar af eru sjö sjávarútvegsfyrirtæki á meðal þeirra 20 hæstu:

HB Grandi í Reykjavík er númer átta á listanum og greiðir hæst gjöld sjávarútvegsfyrirtækja á þessu álagningarári  eða rúma 2 milljarða

• Samherji hf. á Akureyri er í 9. sæti en hann greiddi rúmlega 1,8 milljarð króna í opinber gjöld.

• Síldarvinnslan hf. í Fjarðarbyggð er í 10. sæti og greiddi rúmlega 1,8 milljarð í gjöld.

• Ísfélag Vestmannaeyja hf. er númer tólf á listanum og greiddi 1,1 milljarð í gjöld

• Í 15. sæti, eða rétt á eftir Össurri hf. og Icelandair ehf, er Skinney-Þinganes á Hornafirði en það fyrirtæki greiddi tæpar 780 milljónir í gjöld

• FISK-Seafood á Skagafirði er í sextánda sæti.

• Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er í átjánda sæti

• Eskja í Fjarðabbyggð er í tuttugasta sæti.

Önnur sjávarútvegsfyrirtæki á listanum eru Rammi (23. Sæti), Brim (25. Sæti) , Samherji Ísland ehf (33. sæti).

Sjá nánar á vef LÍÚ.