Á morgun – miðvikudaginn 8. október – standa Deloitte, LÍÚ, SF og SA að Sjávarútvegsdeginum í Hörpu. Á morgunverðarfundi kl. 8.30-10 verða málefni sjávarútvegsins rædd frá ýmsum hliðum.

Afkoma greinarinnar 2013, þjóðhagslegt mikilvægi, nýsköpun, markaðsmál, rannsóknir og þróun og girnilegur matur verður m.a. til umfjöllunar.

Á ráðstefnunni verða birtar nýjar tölur um afkomu greinarinnar, fyrstu tölur sem hægt er að birta úr ársreikningum fyrir sjávarútveginn í heild fyrir árið 2013. Tölurnar eru nauðsynlegur grunnur fyrir umræðu um veiðigjöld.