Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2011 voru fluttar út sjávarafurðir fyrir um 229,3 milljarða króna en á sama tíma árið 2012 nam útflutningurinn 203,8 milljörðum, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands.Í nóvember voru fluttar út sjávarafurðir fyrir 23,5 milljarða króna en í nóvember 2010 nam útflutningurinn 19,8 milljörðum. Í heild voru fluttar út vörur frá Íslandi fyrir 566 milljarða króna fyrstu ellefu mánuði ársins 2011. Sjávarafurðir voru 40,5% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 13,3% meira en á sama tíma árið áður. Útflutningur á áli skilaði 209,3 milljörðum á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2011 og er það um 37% af vöruútflutningi á tímabilinu.