Fyrstu þrjá mánuðina 2013 voru fluttar út vörur fyrir tæpa 156,3 milljarða króna, þar af voru sjávarafurðir um 68,5 milljarðar, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Verðmæti vöruútflutnings er 0,6 milljörðum eða 0,4% minna á gengi hvors árs en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 51,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,7% minna en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 43,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,4% meira en á sama tíma árið áður.