Fyrstu sex mánuðina 2011 voru fluttar út vörur fyrir 285 milljarða króna, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofunni. Þar af nam útflutningur sjávarafurða rúmum 105 milljörðum en álið skilaði tæpum 113 milljörðum.

Sjávarafurðir voru um 37% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,5% meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 57% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 6,9% meira en á sama tíma árið áður. Þar af nam útflutningur áls um 40% af heildinni, nokkru meira en sjávarafurðir.

Fyrstu sex mánuði ársins 2011 var verðmæti vöruútflutnings 18,4 milljörðum, eða 6,9%, meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður.