Niðurstöður nýrrar rannsóknar GlobeScan leiðir í ljós að lykilþáttur í ákvarðanatöku einstaklinga um kaup á sjávarmeti er hvort það komi frá sjálfbærum veiðum. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir íslenskan sjávarútveg.
GlobeScan er sjálfstætt rannsóknar- og greiningarfyrirtæki og vann rannsóknina fyrir vottunaraðilann Marine Stewardship Council (MSC).
Niðurstöðurnar voru þær að í alls 21 einu landi var sjálfbærni við veiðar mikilvægari þáttur við innkaup á sjávarmeti en verð eða vörumerki. Þriðjungur neytenda sjávarmetis voru þeirrar skoðunar að til þess að bjarga lífríki heimshafanna ættu neytendur eingöngu að neyta sjávarmetis sem kæmi frá sjálfbærum veiðum.
Niðurstöðurnar eru á allt annan veg en þegar í hlut eiga aðrar neytendavörur þar sem verð og vörumerki stjórna fremur innkaupum en sjálfbærni við framleiðslu.
Í rannsókninni var leitað til um 16.000 neytenda sjávarmetis í 21 landi. Á 85% heimila var sjávarmeti reglulega á borðum.