ff

Kórall og ýmislegt annað áhugavert sást í neðansjávarmyndatökuleiðangri á Bjarna Sæmundssyni dagana 21.-26. júní, að því er fram kemur í frétt á vef Hafrannsóknastofnunar.

Rannsóknin fór fram í Háfadjúpi, kantinum austan við Háfdjúp og í Reynisdjúpi. Myndefni var safnað af botninum á 15 stöðvum á 110-730 m dýpi.

Djúpsjávarlífverur voru myndaðar neðan við 500 m dýpi þar sem lífríki var fjölbreytt og meðal annars náðust myndir af ýmsum kóraltegundum sem sjaldan eða aldrei hafa verið myndaðar hér við land áður. Trjónufiskur, stuttnefur, lúða, skötuselur, stóra brosma, litla brosma, geirnyt, bláriddari, karfi og blálanga eru dæmi um fiska sem náðist að mynda. Önnur áhugaverð dýr sem sáust voru sæfjaðrir, en víða voru miklar breiður af slíkum dýrum á leirbotni, krossfiskar af ætt Brisinga (Freyjudjásn), sæliljur, bláir svampar, nornakrabbi, ægisdrekkur, möttuldýr og margt fleira.

Sjá nánar á www.hafro.is