Mikið hefur veiðst af ýsu í dragnót í vetur og aflinn sjaldan eins mikill, að því er Sigtryggur Þráinsson skipstjóri á dragnótabátnum Sveinbirni Jakobssyni SH frá Ólafsvík segir í samtali við Fiskifréttir.
,,Við höfum farið í tvo til þrjá róðra í viku frá áramótum og landað frá 12 og upp í 25 tonnum eftir róðurinn. Við hefðum getað veitt miklu meira ef við hefðum haft kvóta til þess. Togarakarlarnir tala um minni ýsuveiði en þessu er þveröfugt farið á grunnslóðinni því þar eru nóga ýsu að fá,” segir Sigtryggur.
Sjá nánar viðtal í Fiskifréttum .