Sirrý ÍS frá Bolungarvík varð aflahæsti smábáturinn á landinu á árinu 2012 með 1.561 tonn í 287 róðrum eða 5,4 tonn í róðri að meðaltali. Þetta kemur fram á vefnum aflafrettir.com.
Alls náðu níu bátar að fiska meira en þúsund tonn hver:
1. Sirrý ÍS – 1.561 tonn
2. Einar Hálfdáns ÍS – 1.443 tonn
3. Fríða Dagmar ÍS – 1.393 tonn
4. Steinunn HF – 1.202 tonn
5. Þórkatla GK – 1.193 tonn.
6. Dögg SU – 1.137
7. Tryggvi Eðvarðs SH – 1.073 tonn
8. Gísli Súrsson GK – 1.071
9. Óli á Stað GK – 1.046
10. Siggi Bjartar ÍS – 921 tonn
Sjá nánar á aflafrettir.com