RSS Sir David Attenborough er eitt fullkomnasta pólarrannsóknaskip heims. Það hafði nýlega viðkomu hér á landi og tók Jón Steinar Sæmundsson þá þessa mynd af skipinu. Skipið var smíðað af Cammell Laird fyrir breskur pólarannsóknastofnunina, British Antarctic Survey, og var hluti af mikilli fjárfestingu bresku ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að halda Bretlandi í fararbroddi í rannsóknum á Suðurskautslandinu og á norðurslóðum. Skipið var tekið í notkun 2020 og kostaði 200 milljónir punda, um 36 milljarða ÍSK.