Frá og með deginum í dag, sem er fyrsti dagur nýs fiskveiðiárs, þurfa þeir sem nýta línuívilnun ekki að tilkynna Fiskistofu símleiðis í hvert skipti sem þeir láta úr höfn eða koma að landi úr róðri.
Þess í stað þarf útgerðaraðili að tilkynna fyrirfram til Fiskistofu um upphaf þess tímabils sem línuveiðar eru fyrirhugaðar með línu sem beitt er í landi eða sem stokkuð er upp í landi. Tilkynningin gildir aldrei lengur en til loka fiskveiðiárs.
Sjá nánar á vef Fiskistofu .