Síld í veiðanlegu magni hefur ekki fundist vestur af landinu að undanförnu en þar hafa þrjú skip verið að svipast um eftir síld. Um þetta leyti í fyrra voru síldveiðarnar hafnar.

Þetta kemur fram í viðtali við Ásgrím Ingólfsson skipstjóra á Ásgrími Halldórssyni SF í Fiskifréttum í dag. Víkingur AK og Venus NS, sem verið hafa á svipuðum slóðum, eru nú hætt og farin til kolmunnaveiða. Þá var Beitir NK  í gær að leita fyrir austan land.

„Nú er bara að anda með nefinu og taka stöðuna. Við drífum okkur austur ef eitthvað fréttist þaðan. Annars hvílum við þetta fram yfir helgina,“ segir Ásgrímur.

Sjá nánar í Fiskifréttum.