,,Það er búið að greina fjórar góðar prufur af síld sem við tókum í Breiðafirði og sýkingin reyndist vera 35% eða ríflega það. Talsvert var um nýja sýkingu. Menn vonuðust til að sýkingin væri heldur í rénun en samkvæmt þessu er hún ámóta og mældist í fyrra,” sagði Páll Reynisson leiðangursstjóri á rannsóknaskipinu Dröfn RE í samtali við Fiskifréttir.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag .