Makríl- og síldarvertíð skipa Síldarvinnslunnar lauk 20. nóvember síðastliðinn. Aflinn sem kom til vinnslu í fiskiðjuver SVN á veiðitímabilinu nam alls 48.078 tonnum, þar af var makríll 18.731 tonn, norsk-íslensk síld 12.420 tonn og íslensk sumargotssíld 16.927 tonn.

Megnið af aflanum kom frá þremur veiðiskipum, Beiti NK, Berki NK og Bjarna Ólafssyni AK. Að auki lögðu Birtingur NK og Bjartur NK upp lítilsháttar afla til vinnslu í fiskiðjuverinu.

Þessu til viðbótar lönduðu fjögur frystiskip makríl- og síldarafurðum í frystigeymslu SVN á vertíðinni

þannig að  alls bárust um 78.600 tonn af makríl, norsk-íslenskri síld og íslenskri sumargotssíld til Neskaupstaðar á umræddu veiðitímabili.

Sjá sundurliðaðar tölur um landaðan afla á vef SVN