Skömmu fyrir páska lauk ágætri loðnuvertíð. Heildarkvóti á vertíðinni var um 570 þúsund tonn og komu liðlega 463 þúsund tonn í hlut íslenskra skipa.

Öll þrjú loðnuveiðiskip Síldarvinnslunnar öfluðu vel á vertíðinni. Afli þeirra var sem hér segir:

Börkur NK 28.746 tonn

Beitir NK 27.914 tonn

Birtingur NK 15.134 tonn

Tekið skal fram að Birtingur hóf ekki veiðar fyrr en í byrjun febrúar þegar ákveðið hafði verið að bæta við þann kvóta sem áður hafði verið gefinn út.

Alls tók Síldarvinnslan á móti rúmlega 160 þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni ef með eru talin 13.377 tonn af sjófrystri loðnu sem landað var í frystigeymslur fyrirtækisins í Neskaupstað.

Alls voru fryst 19.264 tonn af heilli loðnu fyrir ýmsa markaði í fiskiðjuverinu í Neskaupstað auk 909 tonna af loðnuhrognum. Þá voru unnin 1.120 tonn af loðnuhrognum í Helguvík í samvinnu við Saltver ehf.

Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar tóku á móti loðnu sem hér segir:

Neskaupstaður 69.400 tonn

Seyðisfjörður 31.500 tonn

Helguvík 28.155 tonn

Afurðir loðnuvertíðarinnar hjá Síldarvinnslunni námu rúmlega 53 þúsund tonnum, þar af voru rúmlega 21 þúsund tonn frystar afurðir.

Frá þessu er skýrt á vef Síldarvinnslunnar.