Gefin hefur verið út reglugerð um veiðar íslenskra skipa á norsk-íslenskri síld á þessu ári. Alls er kvótinn 41.065 tonn en að frádregnu því sem fer í „pottana“ koma 37.308 tonn til úthlutunar til viðkomandi skipa. Vert er að nefna að þetta er aðeins einn fimmti af kvóta Íslendinga fyrir fimm árum, en þá voru aflaheimilldirnar yfir 200 þúsund tonn.
Hæsti kvótinn kemur í hlut Síldarvinnslunnar eða 8.166 tonn en að viðbættum kvóta Bjarna Ólafssonar AK (sem er tengdur Síldarvinnslunni) nema aflaheimildirnar 9.176 tonnum. Ísfélag Vestmannaeyja er með 6.357 tonn og HB Grandi með 5.829 tonn.
Samherjaskipið Vilhelm Þorsteinsson EA er kvótahæst með 4.393 tonn.
Fiskistofa vekur sérstaka athygli á að ólíkt því sem gilt hefur undanfarin ár eru veiðarnar ekki heimilar í norskri lögsögu eða við Jan Mayen.
Sjá nánar úthlutun til skipanna á vef Fiskistofu.