Beitir NK kom fyrir helgi með um 400 tonn af makríl og síld til Neskaupstaðar og voru þá komin 3.100 tonn til fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar á vertíðinni.

Klárað var að landa 330 tonnum úr Bjarna Ólafssyni AK fyrir helgi. Vinnsla í fiskiðjuverinu hófst sl. laugardag og hefur hún gengið vel.

Skipin hafa verið að veiðum suðaustur af landinu. Þau hafa lagt áherslu á að veiða makríl en fengið bæði norsk-íslenska síld og íslenska sumargotssíld sem meðafla.