Skinney Þinganes hf. hefur samið um sölu ferksfisktogarans Þóris SF-77 til Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupsstað. „Skipið er selt án aflaheimilda en þær færast á önnur skip Skinneyjar-Þinganess hf.,“ segir í tilkynningu sem útgerðarfyrirtækið sendi sveitarfélaginu Hornafirði vegna brotthvarfs skipsins úr bænum.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segist ekki vilja tjá sig um kaupin á Þóri að svo stöddu en boðar tilkynningu vegna þeirra á morgun eða á föstudag.
Smíðaður í Tavían og lengdur í Póllandi
Á vefsíðu Skinneyjar-Þinganess kemur fram að Þórir var smíðaður fyrir fyrirtækið hjá Ching FU Shipbuilding co., LTD skipasmíðastöðinni í Kaohsiung Taívan árið 2009. Skipið hafi síðan verið lengt um tíu og bakki yfirbyggður hjá Nauta í Gdynia Póllandi árið 2019. „Þórir stundar tog- og humarveiðar og er afli kældur með kælisjó, íslaust,“ segir á vefsíðunni.