Síldarvinnslan hf. var rekin með 2. 507 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á árinu 2007. Árið 2007 var félaginu hagstætt. Afurðaverð á mjöli og lýsi var hátt í upphafi árs, en mjölverð lækkaði þegar leið á árið. Olíuverð var hátt á árinu. Markaðir fyrir frystar afurðir voru sterkir.
Fyrirtækið sameinaðist Súlunni ehf. og Garðar Guðmundssyni ehf. Unnið var að hagræðingu á skipakosti félagsins og voru tvö skip seld, Beitir NK og Birtingur NK.
Haldið var áfram að hagræða í fiskimjölsverksmiðjunum. Tæp 50 þúsund tonn af hráefni voru unnin til manneldis á síðasta ári sem er mesta magn sem farið hefur í gegnum frystihús félagsins á einu ári.
Sjá nánar fréttatilkynningu á vef Síldarvinnslunnar ( www.svn.is )