Árið 1966 er áhugavert ár þegar saga Síldarvinnslunnar í Neskaupstað er skoðuð. Þetta var fyrsta heila árið sem Síldarvinnslan rak fiskvinnslustöð og síldarsöltunarstöð og jafnframt var þetta fyrsta heila ár útgerðar Síldarvinnslunnar. Fest voru kaup á eignum Samvinnufélags útgerðarmanna snemma árs 1965 og voru fiskvinnslustöðin og síldarsöltunarstöðin á meðal þeirra. Fyrstu fiskiskipin í eigu Síldarvinnslunnar, Barði og Bjartur, hófu veiðar á árinu 1965 þannig að árið 1966 var fyrsta heila rekstrarár útgerðarinnar.
Á vef Síldarvinnslunnar eru rifjaðar upp nokkrar athyglisverðar staðreyndir hvað varðar starfsemi Síldarvinnslunnar á árinu 1966, en það ár slógu Íslendingar öll fyrri met í síldveiðum og nam heildaraflinn rúmlega 770.000 tonnum!
Sjá nánar frásögn og myndir á vef SVN