,,Útlitið á síldarmörkuðunum er bjart og verðið verður áfram hátt. Aðaláhyggjuefnið er það hversu litlir síldarkvótarnir eru. Það vantar síld á markaðina,” sagði Teitur Gylfason hjá Iceland Seafood í samtali við Fiskifréttir. ,,Síldarkvótar í Norður-Atlantshafi voru skornir niður um þriðjung á þessu ári og fyrirsjáanlegt er að þeir verða skertir um 15% til viðbótar á því næsta. Þetta hefur lyft síldarverði upp í hæstu hæðir. Verð á síld hefur tvöfaldast frá því sem það var lægst í fyrravor.”
Sjá nánari umfjöllun í nýjustu Fiskifréttu.m