Litlar vísbendingar eru enn um að sýkingin í íslenska sumargotssíldarstofninum sé í rénum. Þetta kom fram í  nýafstöðnum rannsóknarleiðangri Bjarna Sæmundssonar á hrygningarslóðir síldarinnar.

Sýkingartíðni var lítið eitt lægri en í sambærilegum leiðangri fyrir einu ári eða um 28%. Síðastliðinn vetur var um 43% sýking í stofninum að ætlað var. Sýkingarhlutfallið var rúm 30% á vesturhluta svæðisins nú en um og undir 20% á svæðunum austan við Kötlutanga. Um helmingur sýktu fiskanna var með sýkingu á fyrsta stigi, en það er svipað hlutfall og sást sumarið 2009.

Eins og komið hefur m.a. fram í skýrslum Hafrannsóknastofnunarinnar síðustu tvö ár um ástand fiskistofna við Ísland, er ekkert sem bendir til annars en að öll sýkt síld drepist.

Nánar um niðurstöðurnar á vef Hafró, HÉR