Síldarsöltun hefur gengið vel hjá Loðnuvinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði. Hoffell SU hefur komið með þrjá síldarfarma í nóvember og er nú í sinni fjórðu veiðiferð, að því er Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, sagði í samtali við Fiskifréttir.
Loðnuvinnslan er eina fyrirtækið hér á landi sem saltar síld í tunnur til útflutnings. Öll íslenska sumargotssíldin sem berst á land á Fáskrúðsfirði er söltuð. Í fyrra var saltað í um 16 þúsund tunnur og allt stefnir í það að í ár verði framleiðslan 13 til 15 þúsund tunnur.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.