Villtur lax í ám í austurhluta Svíþjóðar á nú undir högg að sækja að sögn Sænska ríkisútvarpsins. Grunur leiki á að það sé vegna ástands síldarstofna í Eystrasalti.

Segir í fréttSænska ríkisútvarpsins að ástand villta laxins veki ugg. Á sama tíma og menn telji skort á síld á sig þátt í slæmri stöðu stofnanna sé hluti síldarinnar sem togarar veiði í Eystrasalti seldur sem fiskimjöl til hins umdeilda norska laxeldisiðnaðar, eins og segir í fréttinni.

Laxagöngur aðeins fimmtungur af fyrri stærð

Fram kemur að í fyrra hafi laxagöngur í tilteknar ár sem renna í Eystrasalt aðeins verið tuttugu prósent af því sem göngurnar hafi verið fyrir nokkrum árum. Það sama sé uppi á teningnum það sem af sé þessu ári. Þessi staða sé uppi á sama tíma og skortur sér á síld sem sé aðalfæða laxins. Fyrri rannsóknir sýni að skortur á síld hafi áhrif á laxinn.

Samtímis fari stærstur hluti síldarinnar sem veidd sé í Eystrasalti til að fóðra norskan eldislax sem sé uppistaða þess lax sem seldur sé í matvöruverslunum í Svíþjóð. livsmedelsbutiker.

„Þetta er merkileg aðferð til að nýta náttúruauðlindir,“ er haft eftir vísindamanninum Johan Dannewitz sem stundar laxarannsóknir við Sænska landbúnaðarháskólann.

Síst betri staða

Áfram segir í fréttinni að staðan að þessu leyti í Noregi sé jafn slæm og í Svíþjóð ef ekki verri. Í skýrslu frá Vísindaráði Noregs fyrir lax, Norskt vetenskapligt råd för laxförvaltning, sé því slegið föstu að staða villta laxins þar í landi sé í sögulegri lægð. Ásamt loftslagsbreytingum sé það sjókvíaeldi á laxi sem sé stærsta ógnin við villtu stofnana. Því síðarnefnda vísi hins vegar fiskeldisiðnaðurinn á bug.

„Okkar bestu sérfræðingar og hafrannsóknarmenn segja höfuðorsökina vera ástandið í hafinu,“ hefur Sænska ríkisútvarpið eftir Jon Arne Gröttum, talsmanni Sjömat Norge, hagsmunasamtaka laxeldisiðnaðarins í Noregi.