ff

Síldarkvóti Norður-Írlands fyrir árið 2013 hefur verið aukin um 10% og verður sá sami og árið 2011.

Í desember á síðasta ári var ákveðið að lækka kvótann frá 2011 um 10% fyrir árið 2012 og stóð til að sá kvóti yrði látin standa fyrir 2013.

Michelle O’Neill, sjávarútvegsráðherra Norður Írlands, segist hafa verið mjög óánægð með úthlutun Evrópusambandsins og að hún hafi ekki verið í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Írland fór því fram á að sjávarútvegsráð Evrópusambandsins endurskoðaði úthlutunina fyrir 2013.

Síldarkvóti Íra á næsta ári verður því 5.280 tonn.