Hafrannsóknastofnun leggur til að hámarksafli úr íslenska sumargotssíldarstofninum verði 87.000 tonn á næsta fiskveiðiári sem er 20.000 tonnum meira en á yfirstandandi ári.
Þetta gerist þrátt fyrir að rúm 50.000 tonn af síld úr þessum stofni hafi drepist í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi síðastliðinn vetur.
Í ástandskýrslu Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í morgun kemur fram að margt bendi til þess að dauði af völdum sýkingarinnar sé minni en áður hafi verið talið og nýsmit hafi verið óverulegt frá árinu 2010.