Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um úthlutun kvóta úr íslenska sumargotssíldarstofninum á þessu fiskveiðiári. Þar kemur fram að heildarúthlutun ársins sé 47.500 tonn en til frádráttar komi 43.000 tonn sem úthlutað hafi verið í upphafi yfirstandandi fiskveiðiárs og í nóvember síðastliðnum.
Þetta þýðir að nú kemur til úthlutunar 4.500 tonna kvóti að frádregnum 632 tonnum vegna skerðingar.
Þótt ekki sé getið um það í reglugerðinni eða á vef Fiskistofu virðist ástæða þessar úthlutunar nú virðist vera sú að bátar sem veiða makríl og norsk-íslenska síld þurfa að eiga kvóta fyrir meðafla af íslenskri sumargotssíld sem slæðist með.