Færeyska skipið Carlton KG-381 kom með fyrsta síldarfarminn í manneldisvinnslu til Norðfjarðar í gær sunnudag.
Þessi síld var kærkomin til að prufukeyra nýbreyttan vinnslusal fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar hf.
Undanfarið hafa verið gerðar gagngerar breytingar á vinnslusal fiskiðjuversins til að auka framleiðslu síldarafurða og lofar þessi fyrsta vinnsla góðu.
Þetta kemur fram á heimasíðu Síldarvinnslunnar.