Lögregla í pólska bænum Ostroleka hafði í síðustu viku afskipti af tveimur ferðalöngum sem ætluðu með rútu til Flórens á Ítalíu. Í farangri þeirra fannst síld sem farin var að rotna, en við nánari athugun reyndist hún hafa að geyma hálf kíló af anfetamíni.
Síldin var hausskorinn og slógdregin, dópið sett í tólf smokka og þeim síðan troðið ofan í maga síldarinnar. Síldin var í nestisfarangri mannanna og áður en dópið fannst gáfu þeir lögreglu þá skýringu að þeir ætluðu að gæða sér á síldinni með vodkasnapsi á áfangastað suður við Miðjarðarhafið.
Pólsku lögreglumennirnir kváðust hafa séð ýmsar aðferðir við smygltilraunir en aldrei áður fundið eiturlyf í hálfrotnandi fiski. Segja mætti að hér væri komin ný fisktegund, dópsíld. Norska blaðið VG greindi frá þessu.