Aflaskipið Sigurður VE 15 hefur verið selt úr landi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Skipinu verður siglt til Esbjerg í Danmörku þar sem það verður rifið. Kaupendur munu væntanlega sækja Sigurð VE til Vestmannaeyja fljótlega eftir sjómannadag.

Sigurður VE hefur borið hátt í milljón tonna afla að landi frá því skipið var smíðað í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1960, segir í frétt Morgunblaðsins.