Sigurður VE, nýjasta uppsjávarskip Íslendinga, kom til hafnar á Akureyri nú um helgina vegna bilunar. Gert verður við skipið hjá Slippnum á Akureyri. Haft er eftir Eyþóri Harðarsyni  útgerðastjóra Ísfélags Vestmannaeyja á vefnum eyjar.net  að 2 spilmótorar hefðu bilað og væri reiknað með að viðgerð lyki fyrir helgi.

Sigurður VE kom nýr til heimahafnar þann 25. júlí í fyrra. Hann þurfti að fara til viðgerðar í Noregi í september vegna bilunar í spilum einnig, segir á vefnum.

Á vef Þorgeirs Baldurssonar má sjá myndir af skipi og mannskap á Akureyri.