Eins og í fyrra er Sigurður Bjarnason, skipstjóri Hoffells SU 80 hjá Loðnuvinnslunni, í efsta sæti lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar í flokki sjómanna og útgerðarmanna.

Launatekjur Sigurðar í fyrra samsvara um 8,1 milljón króna á mánuði. Þetta kemur frá á vef Viðskiptablaðsins.

Samkvæmt listanum er Bergur Einarsson, skipstjóri á Venusi NS, í öðru sæti með 6,3 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Bergur var einnig í öðru sæti í fyrra.

Í þriðja sæti í ár er Hálfdan Hálfdanarson, skipstjóri á Berki NK, með 5,8 milljónir króna á mánuði.

Tíu tekjuhæstu sjómenn og útgerðarmenn landsins:

  1. Sigurður Bjarnason, skipstj. Loðnuvinnsl. - 8,1 milljón
  2. Bergur Einarsson, skipstj. Venusi NS - 6,3 milljónir
  3. Hálfdán Hálfdanarson, skipstj. Berki NK, Neskaupstað - 5,8 milljónir
  4. Guðjón Emil Sveinsson, skipstj. Berki NK - 5,5 milljónir
  5. Bjarni Már Hafsteinsson, skipstj. Guðrún Þorkelsdóttir SU - 5,3 milljónir
  6. Róbert Hafliðason, stýrim. Víkingi AK - 5,2 milljónir
  7. Sigtryggur Gíslason, skipstj. Kaldbak EA - 5,1 milljón
  8. Sigurður Ægir Birgisson, skipstj. Ásgrími Halldórssyni SF - 5,1 milljón
  9. Albert Sveinsson, skipstj. Víkingur AK - 5,0 milljónir
  10. Ásgrímur Ingólfsson, skipstj. Ásgr. Halldórssyni SF - 4,7 milljónir