Sigurði VE, uppsjávarskipi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, var snúið aftur til hafnar í morgun sökum þess að sjór tók að flæða inn í skipið. Skipið var á leið á miðin en ekki liggur fyrir hvað nákvæmlega gerðist.
Vegna þessa var töluverður viðbúnaður við höfnina þegar Sigurður kom að bryggju - þar sem slökkvilið, björgunarsveit og lögregla beið skipsins.