Alls hafa veiðst 20.680 tonn frá því rækjuveiðar voru gefnar frjálsar fiskveiðiárið 2010/2011, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Sigurborg SH er það skip sem veitt hefur mest af úthafsrækju frá því veiðar á rækjunni voru gefnar frjálsar fiskveiðiárið 2010/2011. Alls hefur skipið veitt um 2.365 tonn, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá Fiskistofu. Miðað er við löndunartölur í lok síðustu viku.
Gunnbjörn ÍS er í öðru sæti með 2.087 tonn og Múlaberg SI er í þriðja sæti með 1.521 tonn. Alls veiddust 20.680 tonn af úthafsrækju á tímabilinu og þar af veiddu 15 aflahæstu skipin 16.448 tonn eða tæp 80% af heildinni.
Hlutdeild efstu skipa í veiðinni frá því veiðar voru gefnar frjálsar er þannig að Sigurborg SH er komin með um 11,5% veiðireynslu, Gunnbjörn ÍS rúm 10% og Múlaberg SI tæp 7,5%.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.