Togarinn Sigurbjörg ÓF, sem Þormóður rammi hf. gerir út, varð fyrir því óhappi í yfirstandandi veiðiferð að missa pokann frá trollinu í slæmu veðri. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist pokinn ekki aftur upp, þó svo staðsetning hans væri alveg ljós.
Það var svo s.l. miðvikudag að pokinn kom í troll Sturlaugs H. Böðvarssonar AK og reyndist hann lítið laskaður. Troll Sigurbjargar er því komið í samt lag aftur.
Á meðfylgjandi mynd sjást skipverjar á Sturlaugi með pokann frá Sigurbjörgu.
Áður en Sigurbjörg missti pokann hafði hún millilandað 254 tonnum af karfa í Reykjavík eftir 12 daga á veiðum.
Frá þessu er skýrt á
vef Ramma hf.