Veitingastaðurinn Seniors í Thorntorn í Lancashire á Bretlandi hefur verið krýndur besti fish&chips staðurinn að þessu sinni. Veitingastaðurinn er einn af 10 stöðum sem komust í úrslit síðastliðið haust eftir spennandi og harða keppni.
Fish&chips er snar þáttur í breskri matarhefð. Um 10.500 veitingastaðir sérhæfa sig í þessum rétti og framreiða um 250 milljónir máltíða á hverju ári.
Fish&chips er vinsælasti skyndibitinn í Bretlandi sem menn taka með sér út. Ekki þarf að hafa áhyggjur af heilsufari þeirra ef marka má nýjustu rannsóknir sem sýna að fish&chips inniheldur 34% færri kaloríur en margur kjúklingarétturinn, 42% minni fitu en kebab og er með lægsta saltinnihald allra skyndirétta.