Á fimmtudagskvöldið síðastliðið lagði Siglunes SI 70 af stað frá Njarðvík með Tungufell BA 326 í eftirdragi til Belgíu þar sem Siglunesið er á leið í pottinn alræmda. Frá þessu er skýrt á vefnum skoger.123.is.

Þar segir ennfremur að örlög Tungufells séu ekki ákveðin, athuga eigi með sölu á skipinu en að öðrum kosti fara það líka í brotajárn.

Siglunes SI var í eigu Ramma á Siglufirði og gert út á rækju hin síðari ár.