Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda lýsa yfir fullum stuðningi við hugmyndir ráðherra um aukningu aflaheimilda sem leigðar yrðu gegn sanngjörnu gjaldi.
Jafnframt skora samtökin á ráðherra að hann setji það sem skilyrði að allur aflinn verði færður á innlenda fiskmarkað svo tryggt verði að aukning aflaheimilda skili aukinni atvinnu á Íslandi og hámarks útflutningstekjum fyrir þjóðfélagið.
SFÚ var stofnað árið 1994 sem Samtök fiskvinnslu án útgerðar. Félagar í SFÚ eru stærstu samtök landsins í fiskvinnslu sem kaupa hráefni sitt í umhverfi frjálsrar verðmyndunar, eins og segir á vef samtakanna.
Sjá nánar HÉR