Stjórn Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ)  fagnar niðurstöðum marsralls Hafrannsóknastofnunar sem leitt hafi í ljós að stofnstærð botnfiska á Íslandsmiðum hafi aldrei mælst sterkari frá því að mælingar hófust árið 1985. Einsýnt sé að þessi mikla stofnstærð kalli á aukningu kvóta þegar í stað.

SFÚ lýsir furðu sinni á ummælum Kolbeins Árnasonar framkvæmdastjóra SFS, um að ekki sé rétt að auka kvóta á þessu fiskveiðiári. Bent er á að ófremdarástand hafi ríkt á fiskmörkuðunum í allan vetur m.a. vegna ógæfta og framboðið mjög sveiflukennt frá degi til dags.

Nú fari í hönd strandveiðar sem undanfarin ár hafi séð ferskfiskmarkaðnum fyrir fiski yfir sumartímann. Skorar stjórn SFÚ á sjávarútvegsráðherra að gefa út auknar aflaheimildir strax á þessu kvótaári.

Sjá nánar á v ef SFÚ