Helga Thors hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sem er nýtt starf og snýr að því að styrkja ímynd fyrir íslenskar sjávarafurðir á erlendum markaði. Helga hefur starfað síðustu þrjú ár sem markaðsstjóri Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss.
Frá þessu er skýrt á vef SFS.