Auknar aflaheimildir í uppsjávarfiski á næsta ári gætu stuðlað að sex milljarða króna meiri útflutningstekjum í þessari grein en í ár. Þetta er niðurstaða útreikninga sem Vinnslustöðin gerði að beiðni Fiskifrétta og miðast við núverandi afurðaverð á mörkuðum.

Aukinn loðnukvóti einn og sér gæti gefið sjö milljörðum króna meira en á þessu ári og aukinn kolmunnakvóti einum milljarði meira, en á móti kemur að samdráttur í aflaheimildum norsk-íslenskrar síldar kann að kosta okkur þriggja milljarða króna tekjurýrnun. Óvissa ríkir um kvóta makríls og íslenskrar síldar á næsta ári.

Ef fram heldur sem horfir mun uppsjávaraflinn aukast um 38% milli ára.

Sjá nánari umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum