Sex hrefnur hafa veiðst frá því hrefnuveiðar hófust í lok apríl síðastliðnum. Hrafnreyður KÓ hefur veitt 5 hrefnur en Halldór Sigurðsson ÍS eitt dýr. Í morgun var verið að landa sjöttu hrefnunni úr Hrafnreyði KÓ.

„Veiðarnar fara betur af stað en í fyrra. Bæði sjáum við fleiri hrefnur í Faxaflóa og veður til veiðanna hefur verið betra. Kjötið er unnið í vinnslu okkar í Hafnarfirði og það fer jafnóðum frá okkur í verslanir og á veitingastaði,“ sagði Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri útgerðar Hrafnreyðar KÓ, í samtali við Fiskifréttir.

Í ár má veiða 216 hrefnur. Aðeins er veitt það magn sem nægir til að svara eftirspurn á innanlandsmarkaði. Í fyrra voru veidd 58 hrefnur alls. Gunnar taldi að eftirspurnin væri að aukast og því mætti búast við að 70 til 80 dýr yrðu veidd í ár.