Rannsóknanefnd sjóslysa á Bretlandseyjum fékk tilkynningar um 260 slys á fiskiskipaflotanum á síðasta ári og sex skipverjar létu lífið til sjós á árinu.
Alls fórust níu skip, þar af fimm í stærðarflokknum undir 15 metrar á lengd og fjögur í flokknum 15-24 metrar.
Í breska fiskiskipaflotanum eru samtals 5.834 fley, stór og smá.